Rafboði var stofnað árið 1971 og var starfrækt af fyrri eigendum til ársins 1993. eða þar til núverandi eigendur keyptu það og tóku við rekstrinum. Fyrirtækið hefur alla tíð verið staðsett í Garðabænum og rekið þaðan sína starfsemi.
Rafboði starfaði á sínum tíma sem sérhæft þjónustufyrirtæki við sjávarútveg og þá aðallega við skipaflotann. Í dag er þjónustan mun víðtækari og bjóðum við þjónustu á öllum sviðum sem viðkemur rafmagni hjá einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum stórum sem smáum.
Rafboði tekur að sér nýlagnir, viðhald og breytingar á rafkerfum hvort sem er í húsum, skipum eða hjá einstaklingum. Við útvegum allt efni sem þarf til verksins á sangjörnu verði.
Rafboði hefur smíðað stjórnskápa fyrir frysti-, hita- og færibandakerfi.
Aðilar sem nýta sér þjónustu okkar:
Fura hf.
Endurvinnsla Garðabær,
Skrifstofur O.P.M.
Prentsmiðjan Oddi,
Kassagerðin
Orkuveita Reykjavíkur
Skeljungur hf.
Hvalur hf.
Úthafsskip hf.
Olíudreyfing hf.
Skólar, íþróttahús og sundlaugar